Kaupstaður fasteignasala kynnir vel skipulagt og vandað raðhús með aukinni lofthæð og bílskúr við Glósali 14 í Kópavogi. Stórfenglegt útsýni og frábær staðsetning. Húsið er staðsteypt á tveimur hæðum en birt stærð eignar er samtals 191,1 fm, þar af er íbúðarhluti 166,5 fm og sambyggður bílskúr/herbergi 24,6 fm. Stór timburpallur er fyrir framan húsið og einnig er garður að baka til (sólarupprás). Stórar vestursvalir (15,4 fm). Húsinu hefur verið mjög vel við haldið og er töluvert endurbætt jafnt innan sem utan.
Nánari lýsing, neðri hæð
Forstofa björt og opin með harðparket á gólfi.
Hol eða opið miðrými, harðparket á gólfi.
Barnaherbergi I með fataskáp, harðparket á gólfi.
Barnaherbergi II með harðparket á gólfi.
Barnaherbergi III með fataskáp, harðparket á gólfi.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, handlaug og walk-in sturtu.
Herbergi IIII, Bílskúr sem breytt hefur verðið í herbergi, harðparket á gólfi. Þvottahús/geymsla með innréttingu og skolvask, flísar á gólfi og útgengt í bakgarð.
Steyptur stigi á milli hæða með parketlögðum þrepum. Gegnheilt parket er á stiganum og á efri hæðinni.
Nánari lýsing, efri hæð með aukinni lofthæð
Eldhús með nýlegri innréttingu og vönduðum tækjum. Eldhúseyja, stórt spanhelluborð, tveir ofnar og innbyggð uppþvottavél. Flísar á gólfi.
Stofa/borðstofa, opin og björt með einkar fallegu útsýni. Parket á gólfi og útgengt á stórar vestursvalir (15,4 fm).
Hjónaherbergi, bjart og rúmgott með stóru fataherbergi, parket á gólfi.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, vandaðri innréttingu og hornbaðkari.
Bílskúr (24,6 fm), epoxy á gólfi. Árið 2021 var bílskúr breytt í herbergi og lagt parket ofnaá epoxy gólfið. Sér inngangur er í bílskúrinn/herbergið og einnig er innangengt úr húsinu.
Húsið hefur fengið einkar gott viðhald jafnt innan sem utan, lóð frágengin að fullu með stórum afgirtum timburpalli, bílaplani (2-3 bílastæði) og stétt hellulögð með hitalögn. Nýleg rafhleðslustöð fyrir utan.
Öll helsta þjónusta er í nágrenninu, verslanir, skólar, leikskólar, sundlaug og leikvellir. Hverfið er rólegt og barnvænt. Göngu- og hjólastígar eru örskammt frá.
Nýlegar framkvæmdir:
2018 Ný eldhúsinnrétting
Led lýsing í sökkli á eldhúsborði og yfir efri skápum
2019 Þakið tekið upp, skoðað og rakamælt. Enginn raki fannst.
2021 Öll neðri hæðin tekin í gegn
Nýtt gólfefni
Allt nýtt á baðherbergi á neðri hæðinni.
2021 Bílskúr breytt í herbergi og gólfið parketlagt. Sér inngangur er í bílskúrinn/herbergið og einnig innangengt úr húsinu. Auðvelt að breyta aftur í bílskúr. Parket var lagt ofan á epoxy gólf og einn léttur veggur settur fyrir bílskúrshurð
2021 Útigeymsla smíðuð og 3 tunnur komast fyrir.
2022 Svalir teknar í gegn (flísar teknar af og gólfið múrað). Múrað, yfirfarið og málaðar innan og utan.
2023 Allir gluggalistar að utan málaðir