Kaupstaður fasteignasala kynnir stórglæsilegar umhverfisvænar íbúðir í Vogum
Smellið hér til að fara á sölusíðu
Íbúð 102, er falleg 93,8fm íbúð á 1.hæð með stóra verönd til suðvesturs, íbúðin skilast fullbúin með gólfefnum, ljóst, matt harðparket á stofu, eldhúsi og herbergjum og flísar með marmaraáferð á votrýmum.
Nánari lýsing
Anddyri: Með fataskáp.
Stofa: Björt og rúmgóð með útgent á stóra verönd.
Eldhús: Innréttingar í eldhúsi eru hvítar og eru sérsmíðaðar með glans áferð.
Borðplata er með ljósri marmaraáferð.
Baðherbergi: Rúmgott með sturtu og ljósum flísum með marmaraáferð á gólfi og veggjum.
Svefnherbergi 1: Rúmgott með góðum skápum, útgengt á verönd.
Svefnherbergi númer 2: Rúmgott með skápum.
Geymsla og Þvottahús innan íbúðar.
Loftræsting: Loftræsting fylgir öllum íbúðum sem kemur í veg fyrir rakamyndun og heldur loftflæði íbúðar alltaf fersku.
Kerfið hefur loftskipti í íbúðinni með því að taka loft að utan og dæla því inn í vistarverurnar, herbergi og stofu, og soga lofti út úr baði, þvottahúsi og eldhúsi. Kerfið er með endurvarmvinnslu og nýtir við bestu aðstæður 80% af varmanum.
Hver íbúð er með sjálfstætt kerfi, sem stýrt er með skjá á einfaldan hátt.
Húsið stendur á steinsteyptum sökkli og með steinsteyptri botnplötu. Útveggir eru úr stálprófílum sem klæddir eru sementsplötum að utan og gifsplötum að innan.
Gluggar og hurðar eru frá þýska framleiðandanum REHAU, eru úr hágæða PVC.
Þrefalt gler er í gluggum.
Nánari upplýsingar á sölusíðu eignarinnar eða á [email protected]