Kaupstaður fasteignasala kynnir í einkasölu Klapparstíg 13, íbúð 102, 101 Reykjavík.
Tveggja herbergja íbúð á fyrstu hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur. Smellið hér fyrir staðsetningu.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG TILBOÐSGERÐ Á SÖLUSÍÐU EIGNARINNAR.
Klapparstígur 13, fyrsta hæð. Íbúð á hæð 66,7m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag íbúðar: anddyri, forstofa, stofa/borðstofa, herbergi, eldhús og baðherbergi.
Í sameign, inntaksrými nýtt sem hjóla- og vagnageymsla, sér geymsla (6,8m²), þvottahús og þurrkherbergi.
Nánari lýsing:
Anddyri, komið er inn í opið anddyri við stofu, flísalagt.
Forstofa/gangur, til vinstri við anddyri liggur að öðrum rýmum íbúðar, tvöfaldur fataskápur.
Eldhús, flísar á gólfi og milli efri og neðri skápa í innréttingu. stálvaskur, helluborð, ofn, vifta, innbyggð uppþvottavél, ísskápur og frystir, útgengt út á litlar svalir í austur.
Stofa og borðstofa í einu rými, parket.
Herbergi, fataskápur.
Baðherbergi, flísalagt, standandi salerni, sturtuklefi, vaskinnrétting, speglaskápur, gluggi.
Gólfefni, eikarparket á stofu, forstofu/gangi og herbergi, terracotta flísar á anddyri, flísar á baðherbergi og eldhúsi.
Þvottahús, sameiginlegt í kjallara hússins, hver íbúð með sér pláss fyrir þvottavél og þurrkara. Þurrkherbergi er inn af þvottahúsi.
Sér geymsla, í kjallara hússins, málað gólf, hillur. 6,8m² að stærð.
Helstu endurbætur:
2025: (sameign) Gluggar á framhlið húss málaðir sem og þeir sem tilheyra íbúð á bakhlið. Gólf í þurrkherbergi og gangi í kjallara málað, þakrennur hreinsaðar og graffiti fjarlægt af húsgafli.
2025: gluggar, hurðakarmar og svalahurð málað að innan.
2023: ný uppþvottavél, skipt um parket á forstofu/gangi.
2020: nýr sturtuklefi, timburplötur settar á svalir, skjólveggur á svölum reistur, ný ljós í geymslu.
2020: (sameign) þakrennur háþrýstiþvegnar, múrviðgerðir við þakrennur og trefjaplast borið í þær. Veggskemmdir í kjallara lagaðar og sameign máluð.
2018: nýtt dyrasímakerfi, útidyrahurð inn í húsið tekin af, pússuð og lökkuð. Ný útidyrahurð í kjallara. Skipt um affallsrör fyrir þvottavélar í kjallara.
Samkvæmt eignaskiptasamningi:
Eignin er íbúð á 1. Hæð, rými nr. 01-02 með birt flatarmál 59,9m², geymsla í kjallara, rými nr. 00-06 með birt flatarmál 6,8m², svalir, rými, nr. 01-05. Auk þess á eignin hlutdeild í sameign allra, þvottahús, þurrkrými og göngum, rými nr. 00-07, inntaksrými nr. 00-08 og stigahús, rými nr. 00-09, 01-03, 02-03 og 03-03. Eigninni fylgir ekki bílastæðaréttur á lóðinni. Birt stærð eignarinnar er 66,7m² Hlutfallstölur eru: í matshluta 14,54% í heildarlóð 7,27% í hitakostnaði 14,50% í sameiginlegum rafmagnskostnaði 1/7.
Klapparstígur 13 er steinsteypt fjöleignahús byggt árið 1936 þrjár hæðir, kjallari og geymsluris með léttu þaki. Lóð hússins er eignarlóð 300m² að stærð sem er sameiginleg með Klapparstíg 13A (Lindargötu 18). Gengið er inn á jarðhæð þaðan sem er stigi upp á fyrstu hæð og/eða niður í kjallara hússins. Tvær íbúðir eru á hverri hæð hússins og ein í kjallaranum, samtals sjö íbúðir í húsinu.
Staðsetning: Stutt í alla helstu þjónustu og verslun, göngufæri við Hljómskálagarðinn, Tjörnina í Reykjavík, Hörpuna, Þjóðleikhúsið, ýmsa veitingastaði og aðra afþreyingu.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kaupstaður fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Upplýsingar sem koma fram í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1,6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 79.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða er umsýslugjald 129.900 m.vsk.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu: www.kaupstadur.is | Borgartún 29, 105 Reykjavík | Kaupstaður
Opið alla virka daga milli kl. 10:00-15:00. Svarað er í síma milli kl. 09:00-16:00.
Nánari upplýsingar í síma 4540000 eða [email protected]