Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir einbýlishús í 360, Snæfellsbær
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir einbýlishús að Hraunás 11 360 Hellissandi.
Fallegt og mikið endurnýjað einbýlishús með rúmgóðum garði. Í garðinum er upplýstur pallur með heitum potti og útsýni á Snæfellsjökul.
Gengið er inn í rúmgóða forstofu. Til vinstri er þvottahús með góðri innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara.
Úr forstofu er gengið í fallegt alrými með borðstofu, stofu og eldhúsi.
Eldhúsið er mjög rúmgott, með tækjaskáp, eyju og miklu borðplássi. Úr alrými er gengið út í sólríkan garð.
Á svefnherbergisgangi eru þrjú svefnherbergi og rúmgott baðherbergi.
Svefnherbergi I með parketi á gólfi.
Svefnherbergi II með parketi á gólfi og stórum fataskáp.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og stórum fataskáp.
Baðherbergið er flísað í hólf og gólf með upphengdu klósetti, stórri innréttingu og sturtu er gengið er inn í.
Bílskúrinn er yngri en húsið sjálft. Innan hans er köld sturta, vaskur og innrétting, flísar á gólfi. Útbúið hefur verið herbergi með gluggum og parketi á gólfi innst í bílskúrnum.
Skipt hefur verið um alla glugga í húsinu nema þeim á vesturhliðinni, þar sem ekki mæðir á.
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.