Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir fjölbýlishús í 104, Reykjavíkurborg
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir til sölu tveggja til þriggja herbergja íbúð og ris við Langholtsveg 136. Íbúðin er skráð 84,6 fermetrar samkvæmt þjóðskrá.
Nánari lýsing:
Anddyri: Gengið inn í forstofu og upp stiga í íbúðina
Hol: Tengir saman stofu, herbergi, eldhús, baðherbergi, geymslu og stigan upp í rishæð. Parketlagt.
Eldhús: Hvít innrétting, gott pláss fyrir borðkrók. Parketlagt.
Stofa: Rúmgóð stofa. Stofan er notuð sem svefnherbergi í dag. Parketlagt.
Baðherbergi: Hvít innrétting, handlaug, baðkar og salerni. Flísalagt.
Svefnherbergi: Rúmgott svefnherbergi. Parketlagt
Þvottahús: Í kjallara. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Ris: Skipt í tvennt, hægt að nýta annað þeirra sem herbergi. Parketlagt.
Viðhald:
Þakviðgerðir 2013
Búið að skipta um neysluvatnslagnir í eigninni.
Skólplagnir í sameign
Ný rafmagnstafla 2020
Húsið drenað að hluta 2022
Það sem hefur verið gert í íbúðinni síðustu árin er:
Nýtt gler í eldhúsglugga og nýr gluggi í svefnherbergi, aðrir gluggar í lagi.
Síðasta sumar voru lagnir myndaðar undir húsinu og færðar til og lagaðar sem þurfti.
Skipt var um blöndunartæki og klósett á baði.
Stiginn á milli 1 og 2. hæðar var lagaður og málaður. Allir ofnar virka og voru yfirfarnir síðasta haust, skipt var um einn krana.
Það væri góður tími þegar íbúðin er tóm að pússa upp og lakka parket.
Góð staðsetning í göngufæri í leik-, grunn- og framhaldsskóla. Einnig er stutt í alla helstu þjónustu og verslanir í Mörkinni, Skeifunni og Glæsibæ. Stutt er í Elliðaárdalinn og Laugardalinn þar sem er m.a. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, sundlaug og Grasagarðurinn.
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.